Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn í borg óttans

Átti leið til borgar óttans sl föstudag, var að skutla yngir geimsteininum til síns heima eftir langt og gott frí á Sigló. Ég geri eins og svo margir aðrir sem leið eiga í borg óttans heimsæki vini og ættingja en síðast og ekki síst þá er farið niður Laugarveginn.

það hefur verið hefð að fara Laugaveginn hvort sem er gangandi eða keyrandi nú síðast keyrandi. og verð ég að segja að þetta veggja krot er alveg ömurlegt þetta er engum til sóma og ekki er þetta list það held ég að sé alveg ljóst, annars er erfitt að skilgreina list samanber listamanninn sem svelti hundinn sinn úti í horni til bana á sýningu sinni og var þetta kallað gjörningur.  Já sér hver er nú gjörningurinn segi ekki meir.

það er orðið skrýtið þegar meiri snjór er í Borgarfirði og Húnavatnssýslum heldur en á Siglufirði, það var skrýtið að keyra í slabbi og krapa alt frá Borgarnesi og norður fyrir Hofsós og koma svo út á ystu annes og allt autt já það er undarlegt veðrið undanfarið kannski er þetta bara veðurgjörningur hver veit.

Búið að brenna upp jólin og var gaman að koma í bæinn í gærkvöldi verið að kveikja í brennu og glæsileg flugeldasýning hjá Kiwanismönnum á staðnum síðan var slegið upp grímudansleik hafi þeir þakkir fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband