Leita í fréttum mbl.is

Örn Árna og aðrir sprengjusalar

Ég er nú nánast orðlaus og gerist það mjög sjaldan eða bara aldrei, þessi skrif margra bloggara um hvar var Örn og aðrir sprengjusalar þegar vonda veðrið gengur yfir borg óttans?

Ég vorkenni því fólki sem er svona þröngsýnt og illa upplýst að halda það að þeir sem selja flugelda eigi að standa í einhverjum björgunarstörfum þetta er náttúrulega fásinna. Það er ekkert sem bannar öðrum en björgunarsveitum að selja þetta sprengjudót það er bara staðreynd.

Ég hvet neytendur að skoða það hjá sjálfum sér hvar þeir ætla að kaupa sínar sprengjur og hvern er hann þá að styðja ég er þess fullviss að Örn Árna og aðrir hjálparlausir sprengjusalar lifa það alveg af að ekki er keypt af þeim, þetta er ákveðin áhætta sem menn taka og standa og falla með henni.

Ég vil einnig nefna að ég átti samtal við nokkra vini mína á dögunum um þá þjónustu sem Bónus og aðrir verslunareigendur bjóða neytendum uppá með því að tefla fram vinnuafli sem talar ekki íslensku, það er ekki við fólkið sem vinnur störfin að sakast það hlýtur að vera við eigendur þessara verslana og veitingastaða að sakast þetta á ekki að bitna á fólkinu sem er á gólfinu eða í frontinum.

Við skulum gera kröfur á eigendur fyrirtækjanna að þeir þjálfi sitt fólk þannig að það sé tilbúið að mæta þörfum og kröfum neytendanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinur,

ja hérna ! það er nú orðið slæmt þegar þú verður orðlaus ;-)

Miðað við það hvað landsmenn eru að eyða í flugelda um hver áramót þá er ég  ekkert hissa á því að fleiri en hjálpasveitirnar sjái þarna skjótfenginn gróða og eins og þú bendir á þá er ekkert sem bannar öðrum að selja þessa vöru !

Það er þá bara okkar sem neitendur að velja við hvern við verslum og ég vel að versla mína flugelda hjá hjálpasveitunum.

Hafðu það sem allra best um áramótin Hemmi minn :-)

Kveðja úr borg óttans (þar sem þið þetta helvítis landsbyggðapakk með ykkar göng um öll fjöll og smáhóla, veljið að koma og vera fyrir okkur þessum æðri og trufla okkar siðmenntaða samfélag með ykkar hæga og ruglaða aksturslagi og mjög svo ýktum verslunarferðum..... hehehaha)    

Rúnar Andrew og co

Rúnar Andrew Jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband