Leita í fréttum mbl.is

Þarf að senda innkaupa afrakstur með fraktflugi til íslands?

Hvað er að gerast með okkur íslendinga, eftirfarandi frétt er á ruv.is

Kaupæði Íslendinga vekur athygli

Lágt gengi Bandaríkjadals hefur hvatt Evrópubúa í verslunarferðir vestur um haf, þar á meðal ófáa Íslendinga. Fréttatímaritið Time Magazine, fjallar um þetta kaupæði í nýlegri grein og ræðir við íslenskan ferðalang.

Íslendingar eru tíðir gestir í Minneapolis - koma þangað með beinu flugi - og í grein Time Magazine er rætt við sölustjóra hótels í nágrenni verslanamiðstöðvarinnar Mall of America, sem sýndi blaðamanni stóran sal, þar sem farangur - eða afrakstur innkaupa íslensku gestanna var geymdur - margir þeirra sögðust hafa keypt inn fyrir hátt í 5000 dollara - um 300.000 krónur.

það verður nóg að gera hjá tollurum í Leifsstöð þegar þessir afrekshópar koma til landsins en er ekki ákveðin upphæð sem miðast við hvað má koma með til landsins?

Svona í framhaldi af þessu þá sá ég á vef www.sksiglo.isað fyrrverandi vinnufélagar mínir í SR-Bygg eru að koma sér fyrir í gömlu Aðalbúðinni.

Ég vil óska þeim til hamingju með það framtak, það verður líflegt við Aðalgötuna með opnun í þessu gamla verslunarhúsnæði í hjarta bæjarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband