Leita í fréttum mbl.is

KK og Ellen sungu norðangaddann burt í Herhúsinu á Sigló

Þar sem ég átti að vera í jólahlaðborði með samnemendum mínum og öðru Hólafólki en vegna ófærðar komst ég ekki , svo þá var um að gera að skella sér á tónleika þeirra systkina, en ég hef farið á marga tónleika hjá KK enda minn uppáhalds tónlistarmaður.

Þessir tónleikar í gærkvöldi verða öllum sem þar voru ógleymanlegir þvílíkir snillingar það verður ekki af þeim tekið.

Byrjað var á að tilkynna að söngkonan væri stífluð og vakti það mikinn hlátur viðstaddra, síðan komu þau á sviði fyrst Ellen og síðan KK Ellen með stóra rúllu af snýtupappír og KK með kaffibollan.

Húmorinn í þeim er alveg meiriháttar stóribróðir byrjaði að segja frá nýútkominni plötu Ellenar og þar var ekki laust viða að hún færi hjá sér, hann sagði að hún hafi tekið með sex eintök og tónleikaferðalagið væri nýhafið, en hann væri sjálfur með hundrað eintök af gömlum KK diskum, þetta var nóg salurinn sprakk úr hlátri.

Það var farið vítt og breitt yfir músíksviðið allt frá sálmum og í villtasta blús.

það er eitt sem ég verð að segja frá en þannig var að þau áttu ömmu sem var meðal annars ljóðaskáld og KK er að segja frá heimsóknum til hennar en amman spáði í bolla fyrir fólk og lá hann þá stundum á skráargatinu og fylgdist með.

Amman hafði ort ljóð um jólin og KK gerði lag við og nú átti að flytja þetta, nema hvað Ellen byrjar að hlæja og hlæja og hún gat ekki hætt KK þráaðist við og reyndi að halda áfram en ekkert gekk hann byrjaði að hlæja og salurinn hló og hló þau reyndu fjórum sinnum en allt kom fyrir ekki það endaði alltaf á sama veg hláturinn var yfirsterkari söngnum.

Í upphafi tónleika þá nefndi KK eitthvað á þá leið að það ætti eitthvað sérstakt eftir að gerast og ég held að þetta sérstaka hafi verið þessi uppákoma með ljóð ömmunnar. Sú gamla var kannski með í anda og hafði þessi skemmtilega truflandi áhrif á þau hver veit?

Ég veit að þau verða með tónleika í Hólakirkju 2.des skora á samnemendur mína og alla aðra sem staddir eru á Hólum að mæta, þið verðið ekki svikin að því. 

 Ásta og Hálfdán sem eiga og reka Herhúsið hafið mestu þakkir fyrir að koma þessum menningar viðburði á, en listamenn ætu að gefa þessu húsi og þeim möguleikum sem þar eru meiri gaum.

www.herhusid.is skoðið þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband