Leita í fréttum mbl.is

Stúlka og ruslatunnur fjúkandi á Sigló

Þvílíkt veður sem er að ganga yfir núna, vaknaði um hálffjögur sl nótt við ægileg læti og viti menn ruslatunnan mín sem er svona plasttunna á hjólum hafði tekist á loft og það sem meira var hún keyrði eftir götunni rétt sveigði framhjá bílnum mínum og tók svo forstjórabeygju og endaði niðri í garði við suðurenda hússins. Já þvílíkt ferðalag svona um miðja nótt.

Þá var ekki um annað að ræða en koma sér í larfana og sækja draslið, binda það niður og koma sér svo aftur í rúmmið. En það var erfitt að festa svefn aftur því það var stöðugur barningur í veðrinu og smá adrenalín kikk hjá kallinum.

 Er svo að heyra í frétt á Bylgjunni að ung stúlka hafi tekist á loft í bænum. Ja hérna hér segi nú ekki meira, það er langt síðan svona vont veður hefur verið hérna hjá okkur.

En það stoppar ekki KK og Ellen þau halda tónleika í kvöld í Herhúsinu og hver veit nema svona norðan garri verði kveikjan að smelli frá meistaranum en hann er minn uppálhalds tónlistarmaður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband