Leita í fréttum mbl.is

Er valdaskessan ekki heima?

Mjög góður miðstjórnafundur Framsóknarfólks var haldinn á Akureyri í gær.

það er skemmst frá því að segja að mikill einhugur ríkti meðal fundarmanna og baráttuandinn er mjög mikill.

Ég vil benda áhugasömum á að skoða heimasíðu Framsóknar www.framsokn.is en þar má lesa alla stjórnmálaályktunina

Meðal annars var ályktað um eftirfarnandi:

"Miðstjórn lýsir yfir vonbrigðum með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað til að mæta skerðingu aflaheimilda í þorski. Þær eru ómarkvissar og gagnast illa þeim sem harðast verða úti vegna skerðingarinnar. Miðstjórn leggur áherslu á raunhæfar aðgerðir til að mæta þeim samdrætti sem fyrirsjáanlegur er af þessum sökum og telur nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir atgervisflótta úr sjávarbyggðunum. Í því samhengi er sérstaklega vakin athygli á tillögum þingflokks framsóknarmanna þar sem komið er til móts við þá aðila sem verða fyrir beinni tekjuskerðingu vegna samdráttar í fiskveiðum. "
Það er okkur öllum ljóst sem búum við skertar aflaheimildir að stjórnvöld eru ekkert að gera í þessum málum, það er eins og enginn sé heima á stjórnarheimilinu,mörg sveitarfélög hafa komið með tillögur en því miður ekki fengið nein viðbrögð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband