28.1.2011 | 13:48
Börnin borga,,,
Ekki þykir mér það byrja vel hjá nýrri bæjarstjórn Fjallabyggðar, man ekki eftir því að þeir sem þar sitja lofuðu að svíkja kosningarloforðin eins og fulltrúar Besta flokksins gerðu.
22 desember 2010 var fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.
"Heildartekjur eru áætlaðar 1.616 m.kr. og þar af eru skatttekjur 885 m.kr. sem eru 54% af tekjum og framlag Jöfnunarsjóðs 230 m.kr. eða sem nemur 14% af tekjum.
Heildarútgjöld sveitarfélagsins eru áætluð 1.570 mkr. án fjármagnsliða. Þar af er launakostnaður 846 mkr. sem er 52% af tekjum.
Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2011 vegna A hluta sveitarsjóðs er jákvæð upp á 39 mkr.
Fjármagnsgjöld eru hærri en fjármunatekjur sem nemur 34 mkr. og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð að fjárhæð 11 mkr. (0,7% af tekjum).
Veltufé frá rekstri er áætlað 165 mkr. sem gerir 10,2% af tekjum.
Í þessari áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 100 mkr.
Gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu fyrir 20 mkr.
Hins vegar mun sveitarfélagið greiða niður skuldir um 83 mkr.
Handbært fé í árslok 2011 er áætlað 156 mkr." www.fjallabyggd.is
Nú er verið að gefa út gjaldskrár, það sem vekur mesta furðu mína er að það á að fara að rukka börn 8-15 ára í sund sem áður var frítt og talin góð forvörn tala nú ekki um ágætis búbót fyrir barnafjölskyldur. Það er sorglegt að byrjað er að ráðast á barnafjölskyldur sem átti að standa vörð um samkvæmt kosningarloforðum. Fróðlegt væri að heyra hvað þessi árás á barnafjölskyldurnar skili miklu í bæjarkassann. Er aukin hækkun gjaldskráa og þar af leiðandi aukin álagning á barnafjölskyldurnar í Fjallabyggð það sem fólk þarf ofan í allar aðrar skattapíningar sem herja á landanum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Athugasemdir
Á sama tíma og verið er að skerða opnunina þá hækka þeir gjaldskránna og ég las í fundargerð frístundanefndar Fjallabyggðar að um smávægilega hækkun á aðgangseyri væri verið að ræða, það er misjafnt hvað menn kalla "smávægilega hækkun "
Eigum við bæjarbúar ekki að borga þannig að aðkomumenn getið fengið geti fengið þjónustuna ódýrari ? Sá hugsunarháttur virðist enn vera ríkjandi. Við borgum fyrir þá sem koma og heimsækja okkur.
Ég meina það eru fordæmi fyrir því á skíðasvæðinu okkar, nú í vetur greiða Siglfirðingar og Ólafsfirðingar 5.000,- meira í vetrarkort heldur en Reykvíkingar sem kaupa sér vetrarkort í Bláfjöllum og vilja einnig kaup vetrarkort í Skarðinu. Mér finnst þetta mismunum og ekkert annað. Ég ætlast til að fá skýringar á þessu frá bæjaryfirvöldum og ég ætlast líka til þess að fá svör við því hvor menn hafi hugsað þetta til enda ?
ps. Sundhöllin og Íþróttahúsið hefur verið aðal félagsmiðstöð barnanna og unglinganna okkar og því tel ég að þar hafi verið um forvarnarstarf að ræða.
Helga Kristín Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.