Leita í fréttum mbl.is

Byggjum upp aðstöðuna í Skarðinu,,,

Með tilkomu Héðinsfjarðargangna þá er gert ráð fyrir aukinni aðsókn í skíðaparadísina í Skarðinu. Ljóst er að Eyjafjarðarsvæðið og Tröllaskagi bjóða uppá einstakt skíðasvæði sem nær frá Grenivík í austri til Siglufjarðar í vestri. Í boði eru misjöfn svæði og allri geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú velti ég því fyrir mér hvort að ekki verði einn aðgöngumiði sem gildir á öll svæðin, staðreyndin er sú að á Akureyri er önnur afþreying t.d leikhús, bíó fjölbreytt úrval veitingastaða og mikið framboð af gistirými. Nú er ekki svo að hinir staðirnir hafi ekki líka eitthvað að bjóða í afþreyingu matsölustöðum og gistingu þeir hafa það að sjálfsögðu bara í minna minna mæli.

Á laugardaginn síðasta þá var ég staddur á Dalvík og tók þar þátt í vígslumóti hjá blakklúbbnum, en það var verið að taka í notkun glæsilegt íþróttahús til hamingju með það Dalvíkurbyggð. Nú er að ljúka uppbyggingu glæsilegs sundlaugasvæðis í Ólafsfirði eða austurbæ Fjallabyggðar og þegar því er lokið er komin mjög góð aðstaða og frábær afþreying fyrir börn og fullorðna. Næsta skref hjá Fjallabyggð ætti að vera að byggja upp aðstöðu fyrir skíðafólk í Skarðinu, það er ekki nóg að hafa þrjár lyftur ef aðstaðan er svo nánast engin. Á öllu þessu svæði eru tvö salerni og það í þjónustuskálanum sem er svo lítill að aðeins örfáir komast það fyrir. Nú þegar liggur fyrir skýrsla sem fyrri sveitastjórn lét gera varðandi uppbyggingu svæðisins og ætti ekki að vera flókið að koma þeirri vinnu sem til þarf í gang. Ef áhugi núverandi sveitastjórnar er á málinu þarf að koma þessu verkefni inní gerð fjárhagsáætlunar og hefjast handa við uppbyggingu ekki seinna en vorið 2011. Ef á að byggja upp á ferðamennsku þá hlýtur þetta að vera mikilvægur þáttur í þeirri framkvæmd. Ég ætla ekki að eiða orðum á þá hugmynd já og undirskriftalista vegna byggingu nýrrar líkamsræktarstöðvar í Ólafsfirði,  það er nýleg líkamsræktarstöð í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði sem allir íbúar og gestir hafa aðgang að. Hvort að sú framkvæmd var skynsöm eða ekki er svo annað mál en þetta er það sem búið er að gera og verður ekki aftur tekið. Hefjum uppbyggingu á skíðasvæðinu í Skarðinu og gerum það með sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband