11.10.2010 | 12:00
Fjallabyggð við tökum vel á móti þér/ eða hvað?
Helgina 2. -3. október 2010 var mikil hátíð í Fjallabyggð Héðinsfjarðargöng voru vígð og sveitarfélagið bauð í kaffi og meðlæti. Það var mikill fjöldi samankominn í Fjallabyggð þessa helgi enda mikið um að vera og eftirvæntingin að fara í gegnum Héðinsfjarðargöng mjög mikil. Í Héðinsfirði var áætlað að við vígsluna hafi verið um tvö þúsund manns og fjöldi þeirra sem fóru í kaffiboðið í íþróttahúsið í Ólafsfirði var hreint ævintýralegur. Þetta gekk alveg ágætlega fyrir sig og hef ég ekki heyrt annað en allir hafi fengið að smakka á kræsingunum, sumir kannski meira en aðrir en er það ekki alltaf svo?
Mikil gleði var í báðum bæjarhlutum austur og vesturbæ veitingastaðir opnir og fjöldinn allur af fólki að gera sér glaðan dag. Á sunnudeginum var umferðaþunginn mikill bíll við bíl allan daginn enda veðrið með því besta sem hægt er að hugsa sér það var eins og góður sumardagur.
Siglfirðingar hafa í gegnum tíðina þótt höfðingjar heim að sækja og gestrisnir með eindæmum. Á sunnudeginum þegar sveitarfélagið býður heim og fjöldi gesta mjög mikill þá ákveða einhverjir bæjarstarfsmenn að taka af kalda vatnið af bænum um morguninn og fram eftir degi. Já og það á sunnudeginum sem er fyrsti dagur eftir opnun gangnanna og eins og áður segir bærinn smekkfullur af gestum. Þetta þýddi það að það var ekki hægt að hleypa niður úr klósettum og sundlaugin lokuð ekkert kalt vatn.
Nú veltir maður því fyrir sér hvað veldur því að þessi tiltekni sunnudagur er valinn til þess að taka kalda vatnið af bænum?
Helgina eftir er sama blíðan og stöðugur straumur í gegnum göngin ekki reyndist hægt að leigja þau undir spjótkast eða keilu eins og Spaugstofumenn létu í veðri vaka í sínum fyrsta þætti á stöð 2.
En hvað gerist þá jú tvö mjög vinsæl veitinga og kaffihús Hannes Boy og Harbor Café eru lokuð. Fólk vafraði um bryggjusvæðið sem er orðið hið huggulegasta og tóku á dyrahúnum en allt kom fyrir ekki það er LOKAÐ. Einhverjir fóru og fengu sér kaffi á Torginu og Allanum en bakaríið var líka LOKAÐ. Bensínstöð Olís var hinsvegar opin og var mér sagt að í gær sunnudag þá hafi verið 20 mín bið eftir kaffi slíkt var álagið. http://www.sksiglo.is/is/news/i_sol_og_sumaryl_2
Já Olís vinur við veginn stóð alveg undir merkjum í gær í það minnsta. Ég fékk símtöl frá gestum sem voru að koma til Siglufjarðar í heimsókn og skoða göngin og Héðinsfjörð í fyrsta skipti og ætla ég ekki að hafa eftir þau orð sem fólkið viðhafði varðandi opnun á veitingastöðum og bakaríi. í framhaldi af þessum uppákomum þá velti ég því fyrir mér hvort að þetta sé það sem koma skal. Og sveitarfélagið geti breytt um slagorð?
Fjallabyggð við viljum ekki gesti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 28.1.2011 Börnin borga,,,
- 14.1.2011 Niðurrif
- 31.12.2010 Innantóm loforð
- 11.11.2010 Þjóðar atkvæðagreiðslu
- 3.11.2010 Leiðtoginn,,,
Tenglar
Bloggvinir
Áhugaverðar heimasíður
- Framsóknarfélögin í Fjallabyggð
- Stjórnsýsluráðgjöf Sigurður Tómas
- Hrönn Einarsdóttir flottar myndir
- Sveinn Þorsteinsson myndir
- Þjóðlagasetur Sr Bjarna Þorsteinssonar
- Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði
- Gistihúsið Hvanneyri
- Ferðaþjónusta Siglufjarðar
- Leó Óla
- Siv Friðleifsdóttir
- Vélhjólafélag Smaladrengja
- Samband íslenskra sveitafélaga
- Norðurland
- Skíðafélag Siglfirðinga Skíðaborg
- Háskólin á Hólum
- Lífið á Sigló
- Framsókn
- Fjallabyggð
- Þórarinn Hannesson Trúbador og ljóðskáld
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Heiðar Lind Hansson
- Ketilás
- Sigurður Árnason
- Vefritid
- maddaman
- Einar Björn Bjarnason
- FUF í Reykjavík
- Gestur Guðjónsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Rauða Ljónið
- Samband ungra framsóknarmanna
- Sigurjón Norberg Kjærnested
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.