Leita í fréttum mbl.is

Vaknaður af blogg dvala

Jæja þá er spurning að taka upp á því að blogga mörum örugglega til ama. Óhætt er að segja að af mörgu er að taka í þeim fréttum og ekki fréttum sem dynja á okkur.

Satt best að segja þá hlakka ég mikið til þess að Héðinsfjarðargöng verða vígð 2.okt næstkomandi en þá fyrst verður hægt að tala um sameinað sveitarfélag. Það að þurfa að keyra 60 km á milli bæjarhluta er ótækt svo ekki sé meira sagt. Ég er því brennimerki brenndur að þurfa að hafa skoðun á flestum hlutum og finn mig knúinn til að segja og skrifa mínar skoðanir og  birta þær á þeim vettvangi sem tiltækur er eins og þessu bloggi og svo fésbókinni. Það er svo ykkar að ákveða hvort að þið lesið það sem ég hef fram að færa. Skoðanir ykkar eru svo að sjálfsögðu vel þegnar svo framalega sem að þær eru innan velsæmismarka.

Ég ætla að blogga um fréttir líðandi stundar sem mér þykir áhugaverðar einnig hef ég ákveðið að fjalla um líðandi stundir úr daglegu lífi og reyna að sjá skoplegu hliðina á því. Ég hef áður sagt að það samfélag sem ég ólst uppí og bý í núna hefur orð á sér fyrir svartan húmor það er eitthvað sem mér líkar og hef gaman af.

Mikið hefur breyst síðan ég ritaði á þessum vettvangi síðast og þá kannski sem snýr að mér persónulega þá hef ég flutt á milli bæjarhluta færði mig frá þöglu nágrönnum mínum (gamla kirkjugarðinum) við Háveg nyrst í suðurbæinn. Læt þetta nægja í bili enda komin með strengi í fingurna eftir allan þennan slátt á lyklaborðið,,,, gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband