Leita í fréttum mbl.is

Listaverkagjöf Arngríms Ingimundarsonar og Bergþóru Jóelsdóttur

Í kvöld var formleg opnunarhátíð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði.  Listfræðileg leiðsögn var um sýninguna sem Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti upp.

Óhætt er að segja að þetta hafi verið glæsileg sýning og faglega unnið á öllum sviðum, mér er það mikil ánægja að hafa lagt þessu máli öllu lið sem bæjarfulltrúi.

Gjöf þessi frá þeim heiðurshjónum er meiri en orð fá lýst, oft hafði maður séð málverk á veggjum í ráðhúsinu og víðar í stofnunum í bænum.

En það er svo ekki fyrr en ég kem í bæjarstjórn og er þar af leiðandi meira í "augnsambandi" við listaverkin sem hanga uppi  í Ráðhúsinu t.d. í fundarsölum og víðar að ég gerði mér grein fyrir hversu mikil verk þarna eru.

Síðan gerist það að menningarnefnd og menningarfulltrúi fara að vinna í því að gera verkunum hærra undir höfði og þá má segja að boltinn hafi loks farið að rúlla. Í framhaldinu er ráðinn listfræðingur sem búsett er í sveitarfélaginu og henni falið að koma verkunum í skráningu og aðhlynningu.

Svo gerist það að í kvöld er formelg opnun eins og áður segir, bæjarstjóri Þórir Kr Þórisson setti opnunarhátíðina og síðan tók til máls Þórarinn Hannesson formaður menninganefndar og á eftir honum Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur. Sigríður setti upp sýninguna og var svo með listfræðilega leiðsögn um sýninguna og má segja að mjög vel hafi tekist til.

Á sýningunni voru þrír afkomendur dætur þeirra heiðurshjóna og sögðu nokkur orð og færðu góða kveðju frá Arngrími sem er níutíu og sex ára og býr í Reykjavík en móðir þeirra er látin. Þær systur létu ekki þar við sitja heldur færðu Listasafninu þrjár myndir til viðbótar þeim fjölda verka sem fyrir voru.

T.d var þarna verk eftir Kjarval sem Bergþóra fékk að gjöf frá Kjarval þegar hún var sextán ára en húnn vann fyrir hann og fékk borgað í mynd.

Afhendingartími gjafarinnar var júnímánuður 1980 en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu mæðra þeirra beggja. Að sögn Arngríms þá vildu þau hjón með málverkagjöfinni sýna Siglfirðingum í verki þakklæti fyrir stuðninginn sem þeir veittu foreldrum hans á erfiðleikatímum eftir að þau brugðu búi í Fljótum vegna heilsubrests föður hans og fluttust til Siglufjarðar.

Móðir hans mun oft hafa haft á orði, að þennan stuðning hefðu þau hjón aldrei getað launað Siglfirðingum og vildu Arngrímur og Bergþóra með gjöfinni láta bæjarbúa njóta hjálpsemi og vinsemdar þeirra.

M+álverkasafn þeirra hjóna, sem talið hefur verið eitt allra vandaðasta og fjölbreytilegasta listaverkasafn í einkaeign hér á landi, hlýtur að verða ómetanleg lyftistöng fyrir menningarlíf Siglufjarðarkaupstaðar nú Fjallabyggðar.

Ég verð að játa það að þegar þær systur færðu svo sveitarfélaginu þessi þrjú verk í viðbót þá varð salurinn orðlaus og ekki laust við að tár sæist á hvarmi þetta var ógleymanleg stund, gjöfin var gefin með svo mikilli hlýju og væntumþykju og óeigingirni að maður var orðlaus.

Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur segir " Tímamótaverk í íslenskri myndlist og listasögu 20. aldarinnar.

Hér eru frumherjar á ferð eins og Kjarval,Þorvaldur Skúla,Nína Tryggva,Svavar Guðna, Jón Engilberts,Kristján Davíðs, Erró, Guðmundur Andrésar, sem allir höfðu mikil áhrif á listalíf landsins og komandi kynslóðir listamann.

Verk þeirra veita innsýn í þjóðlega jafnt sem alþjóðlega þróun í listaheiminum og helstu strauma og stefnur þ.e.a.s. allt frá hinu hefðbundna landslagsmyndformi til afstraktmyndlistar, kúbisma,súrrealisma, popplistar,klippimyndatækni og allt geometrískra myndforma."

Meðal listaverka sem eru í safninu má nefna verk eftir Jóhannes S. Kjarval "Landslag"  "Botnsúlur"

"Úr Þingvallasveit"  eftir Karl Kvaran "Kyrrð" eftir Ragnheiði Jónsdóttur "Glundur" og "Palli getur ekki verið einn í heiminum" eftir Nínu Tryggva "Rimma" og eftir Erró "Páfinn og stúlkan og svo Dali Salvador "Kappreiðahestur" svo einhver verk séu upptalin.

Svona að lokum þá langar mig að þakka þessu heiðursfóli fyrri þessa stórkostlegu gjöf sem er ómetanleg og er upphafið að Listasafni Fjallabyggðar komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju Fjallabyggð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 94461

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband