Leita í fréttum mbl.is

Alþingi með útibú í Brussel

Athyglisverð grein í Fréttablaðinu í dag.

Alþingi ætti að koma sér upp starfsmanni í Brussel, með aðsetur í Evrópuþinginu, til að vinna skýrslur, reka erindi og skipuleggja heimsóknir frá Alþingi til Evrópuþingsins.

Þetta er ein af tillögum utanríkismálanefndar, sem fram koma í skýrslu um fyrirkomulag á meðferð mála tengdum Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Utanríkismálanefnd telur mikilvægt að endurskoða skipulag og meðferð EES-mála í þinginu. Nefndin telur að of lítið samráð hafi verið haft við Alþingi um meðferð slíkra mála á undanförnum árum, og gildandi reglum ekki fylgt.

Þannig hafi fjölmargar ESB-gerðir, tilskipanir og reglugerðir verið teknar inn í EES-samninginn án þess að tryggt hafi verið að Alþingi vissi um tilvist þeirra fyrir fram, eða að til stæði að innleiða þær í EES-samninginn.

Leggur nefndin því til að upplýsingagjöf til Alþingis verði aukin og formfest. Aukin áhersla verði lögð á að meta fyrr hver áhrif EES-gerðar gætu orðið fyrir íslensk lög og hagsmuni. Þannig er meðal annars lagt til að utanríkisráðuneytið taki reglulega saman minnisblöð fyrir utanríkismálanefnd um ESB-gerðir á mótunar- og tillögustigi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 94452

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband