Leita í fréttum mbl.is

Netþjónabú í Fjallabyggð staðsett í Héðinsfjarðargöngum?

Síðastliðin mánudag þá komu í heimsókn til okkar aðili frá fyrirtæki sem er að leita að hentugu svæði fyrir netþjónabú á íslandi.

Nokkrir aðilar úr sveitarstjórn tóku á móti fulltrúa fyrirtækisins og kynntu fyrir honum allt það sem Fjallabyggð hefur uppá að bjóða og þá er átt við innviði samfélagsins. En það er nú svo að fyrirtæki sem starfa á heimsvísu horfa til allra þátta samfélagsins.

Fjallabyggð býður uppá góða leikskóla,grunnskóla, bráðlega framhaldsskóla, sundlaugar, skíðasvæði,íþróttahús góðar samgöngur með tilkomu Héðinsfjarðargangna ofl. Menning blómstrar í samfélaginu og samfélagið er mjög fjölskylduvænt svo ekki sé meira sagt.

En þeir kostir sem Fjallabyggð vill bjóða uppá í hýsingu netþjónabús er nýstárlegt en það er að byggja inní fjallinu(Héðinsfjarðargöngum) sal fyrir vélar og tæki, svo væri hægt að byggja fyrir utan fjallið skrifstofu og þjónustuhúsnæði. Það er verið að tala um 100þús m2 svæði og þar af 2000m2 skrifstofu og þjónustuhúsnæði. (Til gamans má geta þess að Ákavíti stóra mjölhúsið á Sigló er 6000m2)

Ástæða þess að við nefnum Héðinsfjarðargöng er sú að það er vistvænn kostur og í göngunum er meðalhiti fjórar gráður og svo er mjög mikið af köldu vatni sem nýtist til kælinga á þeim vélbúnaði sem þarf.

Bara það að hafa þetta kalda vatn við höndina er mikill kostur það þarf ekki að leggja langar leiðslur og ekki er sjónmengun af þessu öllu saman.

Magn það sem hugsanlega þarf að sprengja inní fjallið er ca 1/6 af því magni sem sprengt er fyrir Héðinsfjarðargöngum.

Nú koma fleiri aðilar á fund forsvarsmanna sveitarfélagsins og skoða þetta nánar, þess ber að geta að fleiri staðir eru í skoðun en meðan við erum inní myndinni er möguleiki fyrir hendi og vonum við að þessi sérstaða veki áhuga forsvarsmann fyrirtækisins.

Sjá frétt á vef Fjallabyggðar

Fjallabyggð hefur eins og fleiri sveitarfélög ritað undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. um byggingu allt að 50.000 fermetra gagnavers á lóð sveitarfélagsins.

Undirritunin felur í sér að tekin hefur verið frá lóð í Fjallabyggð sem nýta megi til uppbyggingu gagnavers. Hlutverk Greenstone ehf. í þessu samkomulagi er að sjá um að kynna lóðina sem vænlegan kost undir netþjónabú fyrir fyrirtækjum erlendis í netþjónastarfsemi.

Eins og flestir vita er kæling netþjónanna orkufrek og því telst Ísland góður kostur með sína vistvænu orku.

Fjallabyggð er þó ekki einungis að bjóða land undir slíka starfsemi. Við gerð ganga frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar kom í ljós að meðalhiti inni í Ósbrekkufjalli er um 4° og því gæti verið góður kostur að staðsetja netþjónabú inni í fjallinu þar sem slíkt mundi minnka þörf á kælingu til muna. Auk þess er um 2° kalt vatn í fjallinu sem gæti einnig nýst til kælingar.

Vænta má, að ef Greenstone ehf. nái samningum við aðila í netþjónastafsemi um uppbyggingu á netþjónabúi í Fjallabyggð, geti hér skapast allt að 20 bein störf og allt að 20 óbein störf bæði í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 94446

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband