Leita í fréttum mbl.is

Iðnaðar Össur var gestur Fjallabyggðar í gær

Það var góður dagur í Fjallabyggð í gær, Össur og Einar aðstoðarmaður hans komu til móts við okkur á Ketilás í gærmorgun um kl 9. Síðan lá leið til Ólafsfjarðar en Jón ELDING sá reyndi rútubílstjóri sá um að ferja okkur á milli bæjarhluta, það var skemmtileg stemming í rútunni á leiðinni en fyrsti viðkomustaður var á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði og teknir með starfsmenn og gestir síðan lá leiðin á fyrsta viðkomustað en það var í höfuðstöðvar verktaka við gangnagerðina. Þar fengum við góða kynningu hjá Sigurði Oddssyni, Oddi og Guðmundi sem fóru yfir stöðu mála varðandi vatnið og annað sem hefur komið uppá síðan var farin vettvangsferð inní göngin ráðherra var svo áhugasamur og fór alveg í botn gangnanna ég hélt að hann ætlaði um borð í borinn slíkur var ákafinn . Ég fékk þessa mynd frá Oddi Sigurðssyni sem er eftirlitsmaður við verkið en hún sýnir ágætlega landfræðilega stöðu okkar í Fjallabyggð. tröllaskagi-3d-með texta

Síðan lá leiðin á lóð við grunnskólann en þar ætlum við að reisa nýjan framhaldsskóla og fór Jón Eggert verkefnistjóri yfir málin með ráðherra, eftir það lá leiðin í tvö fyrirtæki fyrst var skoðuð starfsemi hjá Sigurjóni Magnússyni sem er að smíða slökkvi og sjúkrabíla, og síðan lá leiðin í Vélfag til Bjarma og félaga en þar eru menn að smíða fiskvinnsluvélar með fanta góðum árangri, hafa meira að segja fengið fyrirspurnir frá Íran. Þetta eru alveg mögnuð fyrirtæki og mikil mannauður og þekking þar á ferð.

Snæddur var svo hádegismatur í Höllinni og bragðaðist hann mjög vel allir tóku vel til matar síns fiskur að hætti hússins og kaffi á eftir. Nú var kominn tími til að halda í vesturbæinn til Siglufjarðar margar sögur og mikið rætt á leiðinni þegar við komum að Heljartröðinni þá kemur frændi mömmu Hannes Baldvinsson um borð og ætlar að vera með leiðsögn yfir Skarsveginn sem og hann gerði með miklum bravúr, en við sem þekkjum hann vitum að hann er gríðarlega pólitískur og notar hvert tækifæri í þeim efnum og kom nokkrum sögum af fólki frá fyrri tíð skemmtilega að í frásögn sinni um kennileiti og fleira í þeim dúr á ferð yfir Siglufjarðarskarð.

Nú fyrsti vinnustaður sem var heimsóttur  heitir Seigur en þar tók Gunnar Júlíusson á móti okkur og sýndi þá plastbáta og sagði okkur af sölumálum fyrirtækisins en þeir eru meðal annars að selja frændum okkar í Noregi. Síðan lá leiðin í fjarvinnslu SPS og þar skoðaðar aðstæður og fengum við kynningu á þeirri starfsemi. Eftir þetta var farið í höfuðstöðvar RARIK en það er stofnun sem heyrir undir iðnaðarráðherra og var vel tekið á móti okkur þar af Birni Jónassyni og öðrum starfsmönnum góðar veitingar í boði og Björn fór ítarlega yfir stöðu mála varðandi það að heitavatnið sé að skornum skammti á Sigló.

Össur meðtók þessar upplýsingar og svo er það bæjaryfirvalda að fylgja þessu eftir. Síðan var skroppið í gegnum göngin til Héðinsfjarðar og staldrað þar við um stund og segja má að margir þeir sem voru að koma þarna í fyrsta skipti urðu hissa þegar þeir sáu hversu stuttur vegurinn verður milli gangnamunna í firðinum en hann er um 600m.

Eftir þetta lá leiðin í höfuðstöðvar SPS og farið yfir stöðu mála varðandi þau verkefni sem SPS menn hafa verið að vinna í að fá til sín, margir tjáðu sig um stöðu mála og var það gott.

Nú eftir þetta allt saman var svo boðið til kvöldverðar í Bátahúsinu og þar héldu menn ræður og ræddu málin sín á milli, ég verð að segja frá því að vinur minn Birkir Jón tók sig til og söng Rósina til ráðherra með miklum sóma en drengurinn syngur helv,,, vel fólk klappaði mikið fyrir þessari uppákomu og ekki hægt að sjá annað en að Össur var glaður með sinn kollega á þinginu. 

Óhætt er að segja að heimsóknir sem þessar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið það er gott bæði fyrir ráðherra og sveitarstjórnarmenn að hittast á staðnum þ.e.a.s. þeir komi á staðinn og geti þá séð með eigin augum hvernig ástandið er. Össur hafðu þakkir fyrir að gefa þér tíma með okkur og fyrir góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 94427

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband