Leita í fréttum mbl.is

Akureyri = litla Reykjavík

í gærmorgun þá fór ég ásamt bæjar og skrifstofustjóra Fjallabyggðar á tvo fundi til Akureyrar (litla Reykjavík) annarsvegar var ráðstefna um sveitarstjórnarétt og svo samráðsfundur Rarik með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi. Einnig komu bæjarfulltrúar og starfsmenn úr austurhluta Fjallabyggðar á fundina.

Við í vesturbænum fórum lengri leiðina sökum ófærðar um Lágheiði (lengsti þjóðvegur í þéttbýli á Íslandi). Þegar við komum efst í Bakkaselsbrekkuna þá er þar flutningabíll með tengivagna þversum í brekkunni og teppir alla umferð. ástæðan var einföld bílstjórinn tók sénsinn og lagði á brekkuna keðjulaus og því fór sem fór. Þessi gjörningur tafði okkur um hálftíma þannig að við komum beint á fundinn.

Fyrsti framsögumaður var Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og að vanda mjög skemmtilegur og líflegur, hef heyrt áður í Tryggva og má segja að hann flytji mál sitt vel svo eftir er tekið. Svo kom Sesselja Árnadóttir lögmaður hjá KPMG en hún er höfundur skýringarrits um sveitarstjórnarlög, einnig mjög áhugavert sem hún hafði fram að færa.

Nú var klukkan orðin þrjú og þá þurftum við að drífa okkur á samráðsfund Rarik með sveitarstjórnarmönnum ég og bæjarstjórinn hlupum enda með þeim spretthörðustu í sveitarstjórninni. Það var eins og við manninn mælt fundurinn að hefjast þegar við komum í hús.

Ég lýsi yfir ánægju minni með þá hjá RARIK að boða til slíks fundar en þeir voru með aðalfund og boðuðu til samráðsfundar í  beinu framhaldi af honum. Rarik menn kynntu fyrirtækið og framkvæmdir sem þeir eru að fara í á Norðurlandi og er gaman að segja frá því að í Fjallabyggð á að framkvæma fyrir rúmar 200 milljónir 2008-2009. Það á að leggja nýjan streng um Héðinsfjarðargöng og svo á að byggja nýja dreifistöð á Siglufirði og leggja þá gömlu af. Við sveitarstjórnarmenn höfðum áður komið á framfæri við forstjóra Rarik áhyggjum okkar vegna skorts á heitu vatni og var meðal annars komið inná það á þessum fundi.

Það kom fram í máli forstjórans að þeir Rarik menn eru tilbúnir að koma að meira samstarfi við sveitarfélögin varðandi rekstur sem félli að því sem þeir eru að gera í dag, þetta fannst mér mjög áhugavert.

Nú eftir samráðsfundinn þá undirritaði forstjórinn undir samning við menningarsjóði í Norðurlandi vestra og eystra, var það vel og færðu forsvarsmenn landshlutasamtakanna Rarik þakkir og gjafir fyrir, síðan var boðið í léttar veitingar og þar hittust menn og ræddu hin ýmsu mál.

Ég hitti meðal annars Lárus Blöndal sem er fæddur og uppalin á Siglufirði en hann er lögfræðingur hjá RARIK gaman af því ekki séð hann í mörg ár, þarna var líka Björn Sverrisson starfsmaður Rarik í Stykkishólmi. Það er oft þannig að í svona samkomum að maður fær hlutina beint í æð og átti ég ágætis samtal við mann sem er hitaveitustjóri fyrir Norðurlandi staðsettur á Blönduósi og var það afar áhugavert samtal.

þarna fjölgaði í hópnum og meðal annars komu þeir sem höfðu farið í Jómfrúarsiglingu með nýju Grímseyjarferjunni og hitti ég vinkona mína Valgerði Sverrisdóttir og sagði hún mér að hún hefði orðið sjóveik en það var nú ekki að sjá á henni þarna, enda kjarna kona og ýmsu vön.

Þá var komið að því að halda heim á leið ég gerði félaga mínum og skólabróðir þann greiða að aka fyrir hann bíl til Siglufjarðar og verð að segja að það gekk bara ágætlega enda Ford jepplingur komin heim kl níu og ágætis degi í litlu Reykjavík lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 94494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband