Leita í fréttum mbl.is

Ég og tíkurnar

Ég man þá tíð þegar þessi dagur var svo langur að hann ætlaði aldrei að verða búinn. Þá var bara gamla gufan og ekki var nú dagskráin neitt fyrir krakka eða unglinga nei maður fær bara hroll þegar hugsað er aftur til þess tíma verð að segja það.

En í dag þá byrjar sjónvarpsglápið kl átta hjá börnunum með barnaefni og gleðjast eflaust margir uppalendur og geta þá kúrt eða sofið lengur saman. Svo eru skíðasvæðin opnuð um tíuleitið og sundstaðir margir hverjir á sama tíma, já það leiðist engum í dag frekar en hann vill, já svo eru margir á faraldsfæti innanlands og utan svona er nútíðin.

Ég og Halldóra yngir geimsteinninn tókum að okkur í dag pössun á ungri stúlku henni Sirrý dóttir stórleikarans Tuma Cruise en leikfélagsfólkið fór snemma í morgun í Ólafsfjörð að setja upp leikmynd og öllu sem því tilheyrir en þau ætla að sína leikrit sitt þar á morgun. Þau sýndu fyrir troðfullum og skemmtilegum sal á Siglufirði í gærkvöldi og vonast eftir annarri eins aðsókn í Ólafsfirði á morgun.

Nú skal haldið í Skarðið með liðið og skíðast og svo verður pottast á eftir þessu öllu, ekki amalegt það.

En það eru ekki bara stelpur sem ég hef með mér í dag, nei nei það eru líka tvær tíkur og má því segja að maður hafi ekkert nema tíkur i kringum síg í dag :) eða þannig sko 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband