Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Evrópa-Siglufjörður

Ég fór í gærkvöldi á fyrirlestur hjá Stefáni Má Stefánssyni prófessor í Evrópurétti, en hann var haldinn í Lionshúsinu á Siglufirði. Óhætt er að segja að eftir þennan fyrirlestur þá er ég og aðrir þeir sem þarna voru eru margs fróðari um ESB.

Stefán kom inná mjög mörg atriði sem mér voru algerlega ókunnug ég ætla ekki að fjalla neitt sérstaklega um einstök málefni en það var þó eitt sem vakti mikla athygli mína en það var það sem Stefán nefndi um allskyns undanþágur frá reglugerðum ESB.

Hann tók sem dæmi undanþágu frá hvíldartíma bifreiðastjóra sem samgönguráðherra er að sækja um. Taldi Stefán það enga möguleika að undanþága væri gefin frá slíku og færði rök fyrir því, þá spyr maður sig hvaða stefnu mótmæli bifreiðastjóra taka eftir að þeim verður það kunnugt?

Eftir að hafa hlustað á prófessor í Evrópurétti og hlustað svo á margann pólitíkusinn ræða aðild að ESB þá ráðlegg ég þeim sem áhuga hafa á málinu að kynna sér það á eigin forsendum því miður þá eru margir stjórnmálamenn að steypa þvílíkt að mér verður hreinlega óglatt.

Stefán hafðu þakkir fyrir og einnig þeir sem stóðu fyrir þessum fyrirlestri.

20080509_212357_017x_800 ESB

 


Þarf hann þá ekki að skipta um lið?

Aumingja Steven Gerrard ef hann ætlar að vinna Englandsmeistaratitilinn þarf hann þá ekki að skipta um lið? Það er ekki að gerast að Liverpool sé að blanda sér í baráttuna um þann titil og hefur ekki gerst undanfarin 18 ár. Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir eins góðan leikmann og Gerrard er að hafa ekki landa Englandsmeistaratitlinum.

„Ég sé ekki fyrir mér að ég fari nokkurn tímann frá Liverpool en ég vil ekki líta um öxl og segja að ég hafi aldrei verið í baráttunni um titilinn,“ segir Gerrard.


mbl.is Steven Gerrard: Í titilbaráttu á næsta tímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja skal í lög að konum sé fullnægt af eiginmönnum....

Ja hérna hér, ég rakst á þessa grein á www.eyjan.isog verð að segja að þetta vekur forvitni mína. Hvernig er málum háttað í Eucador gagnvart konum er litið á þær eingöngu sem kynverur og þær eigi bara að hugsa um börn og heimilið, og lifi ekki eðlilegu kynlífi. Spyr sá er ekki veit, gaman væri að heyra sjónarmið þeirra sem þekkja til mála í Eucador. Ég velti líka fyrir mér hvernig á að vera hægt að sanna það fyrir rétti að fullnæging hafi ekki fengist????

Vinstrisinnuð stjórnmálakona í Ecuador, María Soledad Vela, hefur lagt fram frumvarp um að konur hafi rétt til kynferðislegrar fullnægju með eiginmönnum sínum.

Þær sem ekki lifa fullnægjandi kynlífi með eiginmönnunum geta lagt fram kærur, samkvæmt tillögunum.

Í upphafi gengu kvenréttindasjónarmið út á réttinn að lifa lífinu frjáls, en lögin vinda upp á sig og varða nú menntun, atvinnu, húsnæði og margt fleira.

Nú vill María Soledad Vela bæta kynlífinu við.

Vela tilheyrir stjórnmálaflokknum PAIS og hefur verið virk í mannréttindabaráttu í landi sínu. Hún segir litið á konur í Ecuador sem kynverur eingöngu og til að hugsa um börn og heimili. Nú vill hún að þær láti í sér heyra hvað varðar kynlífið.

Stjórnarandstaðan gefur ekki mikið fyrir tillögurnar og segir þær fáránlegar. Persónulegt líf fólk eigi ekki að draga fyrir dómstóla.


Grænlensk matreiðslubók fær alþjóðleg verðlaun

Sá þetta á vef www.norden.org og vakti strax athygli mína.

Grænlenska matreiðslubókin Igaassat – uppskriftir, sem Anne Sofie Hardenberg tók saman, hefur fengið mikilsvirt alþjóðleg verðlaun. Matreiðslubókin hlaut þriðju verðlaun í stóru matreiðslubókasamkeppninni, Gourmand Awards, sem haldin var í apríl.
Matreiðslubók Hardenberg keppti í flokki matreiðslubóka eftir kvenkokka. Keppt var um verðlaun í 40 flokkum og tóku samtals 26 þjóðir þátt í keppninni.

Hefðbundnar grænlenskar uppskriftirnar í matreiðslubók Hardenberg eru að mestu byggðar á réttum úr laxfiski, loðnu og selkjöti. Grænlenska bókaútgáfan Atuakkiorfik gefur bókina út.

Anne Sofie Hardenberg vinnur ötullega að því vekja athygli á og glæða áhuga fólks á grænlenskum mat og hráefni, ekki síst á alþjóða vettvangi. Hún hefur skrifað fjölmargar matreiðslubækur og tekist vel að vekja áhuga á grænlenskum mat í fjölmiðlum.

Hardenberg er jafnframt einn af matarsendiherrum Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir áætlunina Nýr norrænn matur og matargerðarlist. Markmiðið með áætluninni, sem hrint var af stað haustið 2006, er að kynna norræna matargerðarlist og gæði norrænna matvæla og samhliða því að vekja athygli á hönnun og ferðaþjónustu sem tengist mat. Norrænu ríkisstjórnirnar vinna að því að gera Norðurlönd sýnilegri á gnægtaborði heimsins, og verja í þeim tilgangi 23 milljónum danskra króna til verkefnisins.






Gourmand Awards: http://www.cookbookfair.com/index.html

Nýr norrænn matur og matargerð: http://www.nynordiskmad.org/


Fjölhæfur starfsmaður Metrostav

Óhætt er að segja að einn af starfsmönnum METROSTAV sem er verktaki við gerð Héðinsfjarðargangna er með næmt auga fyrir fallegu myndefni og hefur hann farið á kostum við myndasmíði sína hérna í Fjallabyggð.

Ég rakst á þessa grein á www.sksiglo.is í dag en þar eru þessar fallegu myndir eftir hann sem er í daglegu tali er kallaður Angel  en heitir Václav Anděl

imgp6008_120 Václav Andél imgp6032_120 Václav Andél imgp6086_120 Václav Andél imgp6046_120 Václav Andél

 


Blakmótið búið 1. kafli

Jæja þá er maður komin heim og er allur að hressast eftir vægast sagt frábæra daga á Ísafirði og nágrannasveitarfélögum. Ég ætla að byrja á því að óska Skellum frá ísafirði og þeirra fólki til hamingju með frábært mót og góðar móttökur, en það er ekki auðvelt að skipuleggja svona stórt mót en þeim tókst það mjög vel.

Eins og áður sagði þá var lagt af stað frá Sigló um 14 á miðvikudaginn og sóttist ferðalagið nokkuð vel við stoppuðum í Staðarskálka og síðan var áð hjá Ester í Sævangi við Hólmavík og var boðið uppá súpu salat og brauð og kaffi á eftir. Var vel tekið til matar síns einnig skoðuðu margir sauðfjársafnið sem þar er.

T.d. er kassi með hrútabandi í og var skilti sem hvatti fólk til að opna og þefa einhverjir létu undan forvitninni og ekki að sökum að spyrja lyktin er ekkert sérlega góð og einhverjir urðu grænir. Síðan var keyrt nánast sleitulaust til Ísafjarðar og var sungið og trallað allt Djúpið og komið til Ísafjarðar um 22:30

Það kom mér mjög á óvart hvað margir voru að koma keyrandi til Ísafjarðar í fyrsta skipti, gaman að heyra í hópnum raddir sem töldu vegakerfið og fjarlægðir miklar, já ég hef heyrt þetta sagt af mörgum sunnlendingnum sem eru að koma til Siglufjarðar í fyrsta skipti.

Flestir voru búnir að fá nóg eftir ferðalagið og gengu í koju sjálfur var ég í heimahúsi og var setið og spjallað aðeins frameftir. Daginn eftir þá áttum við fyrsta leik á Flateyri kl. 8 þannig að á lappir var skriðið kl 6:30 og lagt af stað um 7 djö... sem Það var erfitt.

Okkur gekk ekki vel í þessum fyrsta leik enda ekki vaknaðir og margir eitthvað slæptir og töpuðum við honum. Síðan var haldið til Ísafjarðar og þar unnum við leik og einnig loka leik þessa dags en hann var spilaður í Bolungarvík(Bosníuvík) stríðástandið þar hafði ekki áhrif á leik okkar en augljóslega á mannlífið á staðnum.

Nú svo var að sjálfsögðu farið og skemmt sér um kvöldið en það er skylda að skemmta sér vel og innilega á þessum mótum. Fórum við í Eninborgarhús og þar var BG og Margrét að spila og mikið svakalega var gaman mikið sungið og dansað og við að sjálfsögðu síðust úr húsi eins og svo oft áður, já það verður að standa sig jafnvel utan valla og innan. Ég læt þetta nægja í bili það var svo mikið að gerast að þetta tekur lágmark tvær bloggfærslur. Meira á morgun


« Fyrri síða

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband