Leita í fréttum mbl.is

Áfangasigur í menntamálum við utanverðan Eyjafjörð

Þá er loks komið svar um framtíð framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð sem staðsettur verður í Ólafsfirði. Þetta hefur verið mikil þrautarganga svo ekki sé meira sagt ég hefði ekki trúað því hvað margir hafa lagt stein í götu þessa framfara verkefnis.

En nú sér loks fyrir endann á þeim ósköpum og framtíðin varðandi framhaldsmenntun á þessu svæði er björt. Það hlýtur að vera mikil búbót fyrir foreldra barna sem eru að stíga sín fyrstu skref á framhaldsskóla stigi að geta haft börnin heima það vita allir að kostnaður er mjög mikill við að senda börnin í burtu og auk þess miklar áhyggjur. Svo gerist það að margir sem áhuga hafa á því að bæta við sig menntun fá þarna kjörið tækifæri án mikils tilkostnaðar að stunda nám. Það sanna dæmin t.d. í Grundarfirði.

Tekið af vef Fjallabyggðar

Framhaldsskólanám í Fjallabyggð – fyrsta skrefið

Á sameiginlegum fundi skólanefndar og byggingarnefndar hins nýja framhaldsskóla, fyrr í dag, voru þau ánægjulegu tíðindi staðfest að fengist hefði samþykki menntamálaráðuneytis fyrir að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi á Siglufirði og í Ólafsfirði næsta vetur. Nemendum býðst að stunda fjarnám með stuðningi og utanumhaldi í heimabyggð.


Að sögn Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, formanns skólanefndar, verða næstu skref þau að leitað verður til skráðra nemenda eftir staðfestingu og skráningu í áfanga. Þegar skráning í áfanga liggur fyrir er unnt að fara að huga að ráðningu kennara.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband