Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktar um sjávarútvegsmál

Á 38. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 19. maí þá var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Það er ljóst að skiptar skoðanir eru milli fólks hvar sem það stendur í pólitík og sitt sýnist hverjum um kosti og galla kerfisins eins og það er í dag.

Hagsmunir útgerða í Fjallabyggð og starfsfólks þeirra og byggðalagsins alls eru gríðarlega miklir. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan eru aflaheimildir á hvern íbúa einungis meiri  í Grindavík og Vestmannaeyjum.

Byggðalag kg. þorskígildi pr. íbúa
   
Gindavík 9.069
Vestmannaeyjar 7.145
Fjallabyggð 6.869
Snæfellsnes 6.837
Hornafjörður 6.380
Austfirðir - N 4.416
Austfirðir - S 3.710
Vestfirðir - S  3.562
Vestfirðir - N 3.423
Skagafjörður / Skagaströnd 2.597
Eyjafjörður 1.696
Reykjanes 815
Höfuðborgarsvæðið 219

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveiðistjórnunarkerfið og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna.

Það skiptir mjög miklu máli hvernig haldið er á fjöreggi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um hvernig mál hafa skipast, en það er engu að síður ljóst að fara verður afar varlega í allar stórtækar breytingar á stjórn fiskveiða.

Samdráttur í aflaheimildum hefur verið útgerðum vinnslu og sveitarfélaginu afar erfiður á síðari árum og hafa sjávarútvegsfyrirtækin reynt að laga sig að aðstæðum með hagræðingu og viðskiptum með aflaheimildir eins og hægt hefur verið, og þá oft skuldsett sig til framtíðar.


Að framansögðu varar bæjarstjórn Fjallabyggðar við breytingum á stjórn fiskveiða sem ekki eru gerðar í samráði við hagsmunaaðila í greininni og gætu valdið óstöðuleika og óvissu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.

Jafnframt hvetur bæjarstjórnin ríkisstjórnina til þess að vinna að varanlegri sátt um sjávarútvegsmál með víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila í greininni svo og sveitarfélög.

Þar lýsir bæjarstjórn Fjallabyggðar sig reiðubúna að koma að borðinu ef óskað verður eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 94420

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband