Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð frétt frá Siglufirði

Tekið af vef www.sksiglo.is

 Þetta er góð frétt í ljósi þess ástands sem herjar á samfélagið í heild, ég sem viðskiptavinur Sparisjóðs Siglufjarðar frá því ég man eftir mér gleðst mikið yfir þessari frétt og tel þetta afar mikilvægt fyrir íbúa og fyrirtæki í Siglufirði að Sparisjóður Siglufjarðar er í góðum málum.

Sparisjóður Siglufjarðar í örugga höfn

Merki Sparisjóðs Siglufjarðar
Merki Sparisjóðs Siglufjarðar

Stjórn AFL – sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 mkr.  Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.  Í ljósi þessa hefur stjórn sjóðsins einnig tekið ákvörðun um verulegt varúðarframlag í almennan afskriftareikning útlána.

Þá hefur sjóðurinn möguleika á að styrkja eiginfjárstöðuna enn frekar með því að óska eftir 20% eiginfjárfamlagi  frá hinu opinbera.
Nú þegar hafa stærstu stofnfjáreigendur tryggt sölu á allri stofnfjáraukningunni eða 500 mkr. og hafa þegar greitt inn aukið stofnfé.  Aðrir stofnfjáreigendur geta nýtt heimild sína til að auka stofnfjáreign sína í sama hlutfalli.
Ljóst er að mikilvægi sjóðsins er mjög mikið bæði í Siglufirði og Skagafirði.  Með þessari aðgerð er verið að treysta verulega rekstur, samkeppnisstöðu og tryggja sjálfstæði elstu peningastofnunar landsins til framtíðar.

Nánari upplýsingar veitir oli@sps.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband