Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisráðherra veður reyk,,,,

Ekki skánuðu vinnubrögðin að neinu marki í Heilbrigðisráðuneytinu þegar Ögmundur tók við af Guðlaugi. Sem dæmi þá nefni ég áhuga ráðherra veikinda og heilbrigðis á því að sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Heilsugælur Ólafsfjarðar Dalvíkur og Akureyrar og Sjúkrahús Akureyrar undir eina yfirstjórn þrátt fyrir andstöðu allra framkvæmdastjóra sem hafa rætt við ráðherra og fært rök fyrir sínu máli.

Núverandi ráðherra eins og forveri hans talar um samstarf við sveitarstjórnir um málið en það vekur furðu okkar í sveitastjórn Fjallabyggðar að allt samstarf hefur verið það að skrifa okkur bréf og tilkynna það að svona verði gert þetta verði sameiningin og segið mér álit ykkar (sem skiptir engu máli).

Svona vinnubrögð og hreinlega valdníðsla stjórnvalda eru algerlega óásættanleg að mati sveitastjórnamann (allavega þeirra sem sátu bæjarráðsfund) það hefur verið horfið frá sameiningu annar heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva á Norðurlandi en eftir stendur þessi afar slæmi kostur sem á að "troða" í gegn.

Ég sem sveitarstjórnamaður get ekki sætt mig við svona valdníðslu og að ganga þvert á það sem framkvæmdastjórar stofnanna leggja til. Þess vegna leggur bæjarráð til við ráðherra að sameina eins og til stóð í upphafi Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslunnar á Ólafsfirði og Dalvík ef það gengur ekki eftir þá sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæsluna í Ólafsfirði sem vilja starfa náið með FSA svo sem með endurhæfingu á sjúklingum frá FSA osfrv. Þarna eru tækifæri á aukinni atvinnu og meiri og betri þjónustu.

Svo hef ég velt fyrir mér hvernig sé fyrir framkvæmdastjóra þessara stofnana að vinna við þær aðstæður sem uppi eru, hringlanda háttur ráðherra núverandi og fyrrverandi er algerlega óviðunandi það eru að koma kosningar og legg ég til að ráðherra láti kyrrt liggja, má svo búast við að enn einn ráðherra komist til valda og þá verði annað uppá teningnum?

þetta er ólíðandi aðstæður sem þessar stofnanir eru settar í og íbúar lifa við mikið óöryggi svo ekki sé meira sagt.

Meðfylgjandi er bókun frá bæjarráðsfundi sl fimmtudag. sjá nánar á www.fjallabyggd.is

7.  0903014 - Endurskoðuð áform um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi send til umsagnar.
Í erindi heilbrigðisráðherra, er sveitarfélaginu gefinn kostur á umsögn um endurskoðuð áform um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Bæjarráð Fjallabyggðar ítrekar fyrri umsagnir sínar til ráðuneytisins um sameiningar heilbrigðisstofnana og kannast ekki við að haft hafi verið samráð við sveitarfélagið um þessa tillögu sem liggur fyrir bæjarráði nú.
Bæjarráð er því mótfallið tillögunni.
Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að horfa til sameiningar heilbrigðisstofnana við utanverðan Eyjafjörð með nánu samstarfi við FSA.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband