Leita í fréttum mbl.is

Taktu til í eigin garði,,, Ásta Ragnheiður

Er ekki oft ágætt að byrja að taka til í eigin garði. En eins og undarlegt og það hljómar þá er Samfylkingin ekki að standa sig mjög vel í jafnræði kynjanna þrátt fyrir falleg orð og loforð.

Skýrasta dæmið er sennilega atburðir frá síðustu helgi á kjördæmaþingi í NA kjördæmi þegar konur gengu út af fundinum vegna þess að þeim misbauð afstaða karlanna og svo gerist það í framhaldinu að einn karlkyns frambjóðandi dregur framboð sitt til baka vegna þeirra ákvörðunar sem tekin var.

Tekið af bloggi hjá Helgu Völu http://eyjan.is/helgavala/

Hef verið ... hugsi.. (understatement of the year) yfir kjördæmaþingi í NA kjördæmi sem fram fór í gærkvöldi.

Þess vegna verð ég að fagna því að Suðrið ætli að tryggja jöfn hlutföll kynja í efstu tveimur. Það hefur ekkert upp á sig að vera með 40/ 60 reglu varðandi kynin ef um er að ræða efstu tíu sætin.

Það eru auðvitað sætin sem eiga möguleika inn á þing sem skipta máli.  Ekki efstu fimm.. eða efstu tíu.

Þegar rökin um hæfileika vs. kyn koma svo fram vil ég segja eitt.

Í síðustu þingkosningum komst engin kona í þau níu sæti sem eru fyrir NV kjördæmi á alþingi. þrjár konur komust í þau tíu sæti sem eru í Suðrinu, engin fyrir samfylkingu.. ekki einu sinni fyrsti varamaður.

Það þarf enginn að segja mér að karlar í þessum kjördæmum - allir með tölu - séu svona miklu frambærilegri en þær konur sem þar búa.

Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á þá menn sem þarna eru. Alls ekki. Ég er bara að benda á staðreyndir. Rannsóknir Auðar Styrkársdóttur m.a. sýna fram á að prófkjör gagnast konum verr en körlum. Af hverju veit ég ekki, en þetta er engu að síður staðreynd.

Svo ef við ætlum að hafa opin prófkjör - þá verðum við amk að tryggja það að jöfn hlutföll séu tryggð. Hið nýja Ísland verður að heyra raddir beggja kynja í jöfnum hlutföllum, svo mikið er víst.

 

Tekið af vef Framsóknarflokksins

http://framsokn.is/Flokkurinn/Fyrirfjolmidla/Frettir?b=1,1257,news.html


mbl.is Stjórnmálaflokkar tryggi jafnræði kynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst mér vera mikil kosnungabaráttulykt af þessari færslu. Finna eitthvað sem hægt er að tala neikvætt um í stað þessa að bara.

"Gott hjá þér Ásta Ragnheiður, ekki veitir af að áminna alla, bæði þín flokksmenn og okkur hina"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband