Leita í fréttum mbl.is

Eru að komast í gegn,,,

Þá styttist óðum í að verktakar við Héðinsfjarðargöng nái að sprengja í gegn aðeins eftir 510m.

Í gær þegar við nokkrir bæjarfulltrúar fórum á bæjarstjórnarfund í Ólafsfjörð þá komum við aðeins fyrr og tókum rúnt um bæinn og meðal annars að vinnusvæðinu við göngin.

Var haft á orði "ja það verður mikill munur og mikil breyting þegar tengingin verður komin"  aðeins 15 mín að renna í gegn í stað 50 mín í dag þegar styttri leiðin er fær.

Verkframvinda

 

Tekið af vef Vegagerðar.......http://vgwww.vegagerdin.is/hedinsfjardargong.nsf

 

HedinsfjLitil

Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið útog var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl. Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar.

Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði.


Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sammála þér að það verður mikil bót af göngunum. Mér finnst ég alltaf eiga svolítið í þessum göngum, eftir að hafa setið í "Lágheiðarhópnum" hér forðum.

Oddur Helgi Halldórsson, 11.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband