Leita í fréttum mbl.is

Stökk 5.42 metra og jafnaði Íslandsmetið

Tekið af vef Fjallabyggðar

Baldur Ævar Baldursson varð sjöundi í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking í Kína í morgun. Hann bætti eigin árangur verulega, hafði lengst stokkið 5,17 metra fyrir leikana en lengsta stökk hans  í morgun mældist 5.42 metrar.  Í samtali við starfsmenn Fjallabyggðar kom fram að

hann væri mjög ánægður með árangurinn, enda jafnaði hann núverandi Íslandsmet. Hann sagði alla aðstöðu til fyrirmyndar og ótrúlega upplifun að vera staddur þarna úti. Það hafði þó rignt mikið þegar hann stökk. Hiti væri yfirleitt á bilinu 25-40 gráður.  Hann hafði þó varla tíma til að tala við okkur þar sem hann var á leið að fá sér „feitan“ hamborgara.

Já hann er seigur hann Baldur og erum við sveitastjórnarmenn sem og aðrir íbúar Fjallabyggðar stolt af stráknum. Okkur bárust fréttir af afrekum hans inná bæjarstjórnarfundinn í gær og var vægast sagt mikil gleði og stolt meðal bæjarfulltrúa, og getum við vonandi launað honum þegar hann kemur heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband