Leita í fréttum mbl.is

Vaknaður til blogglífsins

Jæja kæru lesendur þessa bloggs, þá er kallinn að rumska eftir þónokkurn tíma frá bloggheimi og má segja tölvunotkun almennt.

Segja má að sumarið hafi verið heilt yfir mjög gott bæði veðurlega og þá ekki síst atburðalega allavega hjá mér svona persónulega án þess að fara neitt nánar út í það.

Ég vil byrja á að lýsa yfir ánægju mína með allar þær hátíðir sem voru í Fjallabyggð þetta sumarið þær eru þeim sem fyrir þeim stóðu til mikils sóma. Síldarævintýrið tókst mjög vel og heyrði ég ekkert nema ánægjuraddir með það.

Ég verð að nefna uppákomuna hjá þeim drengjum sem afhentu líkan af síðutogaranum Hafliða SI2 þetta var mikil gleði og tilfinninga stund og var ekki laust við að margir þessara "togara jaxla" felldu tár og verð ég að viðurkenna að þegar kvikmyndin af Hennesi Beggolín og félögum birtist þá féll eitt(ánægju)tár.

Ég hef verið að vinna með Tuma blikkara í sumar og hefur það verið ansi lærdómsríkt allavega fyrir mig, við vorum nokkra daga í austurbænum í sumar við viðbyggingu nýja leikskólans og var það ansi skemmtilegt hitti þarna marga skemmtilega iðnaðarmenn hélt á tímabili að maður væri staddur í Spaugstofuþætti þið munið iðnaðarmenn í blíðu og stríðu :) segi nú svona.

Það hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í sumar og ekki allt búið enn, ég er ánægður með það sem búið er að gera. 

Þetta er orðið gott í kvöld held áfram að færa inn hugrenningar mínar reglulega, var farin að fá athugasemdir við engum skrifum. en svona er þetta nú bara gott að taka sér frí frá þessu eins og öðru annað slagið. Hef frá mörgu að segja og er ekkert að hætta að hamra á takkana næstu vikur og mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband