Leita í fréttum mbl.is

Í heimabæ ísbjarna

Ég fór á stjórnarfund SSNV í gær og var hann haldin á Sauðárkróki (heimabæ ísbjarna) óhætt er að segja að landtaka ísbjarna var mikið rædd manna á milli.

Félagið hefur í gegnum tíðina veitt Hvatningarverðlaun og nú var komið að fyrirtæki í Skagafirði og var það Sjávarleður sem fékk þau í þetta sinn. Nú margt annað var fjallað um og má þar nefna óánægju stjórnarmann með þá úthlutun sem svonefnd Norðvesturnefnd fékk í sinin hlut.

En það var lagt til atvinnulífsins 200-230 milljónir og er verið að bæta í þau opinberu störf sem fyrir eru. Óhætt er að segja að væntingar manna voru töluvert meiri, en að sjálfsögðu þakka menn fyrir það sem gert er og vonast jafnframt til að þetta verði upphafið að einhverju meira.

Ég ásamt Birki J formanni atvinnumálanefndar Þorsteini Ásgeirs forseta bæjarstjórnar og Þóri Kr bæjastjóra voru boðaðir á fund í forsætisráðuneytið á morgun og á að fjalla um skýrslu þá sem bæjaryfirvöld skiluðu af sér fyrir mánuði síðan. Ég hlakka til þessa fundar og hef fulla trú á að Fjallabyggð fái góðan stuðning frá hinu opinbera til eflingar atvinnulífsins því ekki veitir okkur af.

Annars var ég að fá ánægjulegar fréttir þess efnis að "passlega stórt" fyrirtæki hafi hug á að flytja starfsemi sína til Siglufjarðar, nóg er af auðu atvinnuhúsnæði, en þá kemur þetta með innvið samfélagsins er til nóg af húsnæði til sölu eða leigu? Nei því miður þá er það nú svo að ekki er um mikið framboð af slíku eða bara ekki neitt.

það kom bakslag í Búseta málið sem ég hef verið að vinna í undanfarið en ástæðan er einfaldlega sú að lánamarkaðir hafa lokað á lántökur eins og er. En við gefumst ekki upp það verður þá að finna aðrar leiðir og er verið að vinna í þeim, því get ég lofað. En auðvitað vildi maður sjá hlutina gerast miklu hraðar, þetta kemur með kalda vatninu eins og segir einhverstaðar.

Tekið af heimasíðu SSNV

Hvatningarverðlaun SSNV atvinnuþróunar til Sjávarleðurs hf á Sauðárkróki
24. júní 2008

Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.
Að þessu sinni er það fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki sem hlýtur verðlaunin vegna þess frumkvæðis og framsýni sem stjórnendur og starfsmenn hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins og þróunar á gæðavörum sem orðnar eru eftirsóttar innan lands og utan.


Sjávarleður hf. var stofnað árið 1995.
Stærstu eigendur eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Norðurströnd á Dalvík og Gunnsteinn Björnsson framkvæmdastjóri félagsins.

Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt metnað í þróun á vönduðum vörum og vinnur nú eitt fyrirtækja í Evrópu að sútun fiskroðs með þeim aðferðum sem þar eru notaðar. Ársverk hjá Sjávarleðri hf. eru sjö og vörur félagsins eru seldar um heim allan. Stærsti vöruflokkur félagsins er sútað fiskroð sem selt er til framleiðslu fatnaðar, skóbúnaðar og fylgihluta og hefur sjávarleðrið verið eftirsótt gæðavara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband