Leita í fréttum mbl.is

Lífið eftir göng að málþingi loknu.....

Eins og áður sagði þá var málþing í Tjarnarborg í Ólafsfirði í gær um lífið eftir göng, það voru um sextíu manns sem mættu og var það góð mæting. það komu rútur frá Siglufirði og Dalvík og voru þær vel nýttar, óhætt er að segja að málþingið hafi verði gott mörg mál rædd og skipts á skoðunum allt frá hugmyndum um friðlýsingu Héðinsfjarðar til námsframboðs í nýja framhaldsskólanum.

Málþingið var sett upp í þremur liðum, framsaga og svo pallborðsumræður....

1. Uppbygging atvinnulífs við utanverðan Eyjafjörð

2. Ferðaþjónusta til framtíðar

3. Framhaldsskólinn

Það urðu miklar umræður í öllum þessum liðum og framsögur mjög góðar, ég var mjög áhugasamur um framsögu Jón Eggerts Bragasonar verkefnisstjóra framhaldsskólans og Þorsteins Gunnarssonar rektor Háskólans á Akureyri. En þeirra erindi voru mjög góð og fróðleg. það er nú svo að vegna tímaskorts þá er ekki hægt að koma inná alla hluti en heilt yfir þá var yfirferðin mikil og góðar umræður, vonandi verða áframhaldandi umræður á íbúaþinginu sem sveitarfélagið stendur fyrir í september næstkomandi.

Eftir málþingið þá skruppum við ég og blikkarinn Tumi í heimsókn en blikkarinn er að vinna í verkefni og var smá vinnufundur og spjall. Að því loknu var ákveðið að skella sér á hammara í Höllinni hjá Bjarkey og var það hin ágætasti hammari.

það var nú reyndar staddur þar inni eftirlegu kind frá stórafmælisveislu frá kvöldinu áður hann hafði ekki ratað heim greyið og vildi endilega fá að ræða við okkur. Ég hef alltaf haft gaman af því að ræða við fólk allskonar fólk hvort sem það er edrú eða ekki. Skemmst er frá því að segja að þessi aðili hafði frá mörgu að segja og svei mér þá ef hann er ekki að gera hundruð milljóna samninga úti í heimi gangi honum sem best. Við tókum svo skoðunar rúnt um bæinn og síðan var haldið í vesturbæinn Lágheiðin góð en mikið verður gott þegar Héðinsfjarðargöngin verða komin í notkun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er gott að sjá að austurbærinn hafi lofað góðu.

Sigurjón Þórðarson, 18.5.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 94418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband