Leita í fréttum mbl.is

Lífið eftir göng......

Þá kom að því að ég gæfi mér tíma við tölvuna, en vegna anna á öðrum sviðum hef ég eki gefið mér tíma fyrir blogg og annað tölvustúss. Merkilegt nokk að vera nánast frá tölvu í nokkra daga, vont fyrst svo bara bestnar það nei nei segi nú svona. Ég er á leið í Ólafsfjörð um hádegi í dag en þar verður málþing um lífið eftir göng og standa að því framfarafélagið Lífsbyggðin lifi í samstarf við Snorra Pálsson framfarafélag Siglufirði ásamt fleiri aðilum. Athöfnin hefst kl 14:00 og er í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði þarna verða mörg og merkileg mál á dagskrá svo sem atvinnulífið við utanverðan Eyjafjörð framhaldsskólinn ofl ofl.

Ég var fengin að flytja mál um atvinnulífið í Fjallabyggð þróun og framtíð en ég vann skýrslu fyrir sveitarfélagið vegna þessara mála frá febrúar og fram í miðjan apríl. En það kom ósk frá forsætisráðuneytinu þess efnis að sveitarfélagið skilaði skýrslu til ráðuneytisins um stöðu og framtíðarsýn vegna atvinnumála í sveitarfélaginu. þetta er sambærilegt og svokallaða vestfjarðarnefnd og svo nú NV-og NAU nefnd sem voru að skila af sér greinagerð til iðnaðar og forsætisráðuneytis. Fjallabyggð verður svo tekin fyrir sérstaklega. Skemmst er frá því að segja að fyrirtæki og stofnanir eru tilbúin að taka að sér 50-90 störf strax. Það sem kom mér einna mest á óvart var öll sú jákvæðni og áhugi sem forsvarsmenn atvinnulífsins sýndu málinu, og þar af leiðandi ætti að vera auðvelt að sækja á hið opinbera með flutning starfa á svæðið.

En það eru fleiri störf en frá hinu opinbera sem hægt er og já eru að fæðast í sveitarfélaginu, nefni sem dæmi í ferðaþjónustu og iðnaði framleiðsla á fiskvinnsluvélum, plastbátum og slökkvibílum. Allt eru þetta fyrirtæki sem eru að vaxna og dafna og er það vel. það sem vekur athygli mína er að sú atvinnugrein sem báðir byggðarkjarnar hafa byggt að mestum sína afkomu á í gegnum tíðina er hverfandi þ.e.a.s. fiskvinnsla og veiðar þetta er að mínu mati merkileg þróun. Ég ætla ekki að fara nánar útí það hér hverjar ástæðurnar eru en engu að síður merkileg þróun....

En nú er það framtíðin sem við horfum til og eigum við að vera ófeimin fyrir nýjum hugmyndum og tækifærum í atvinnulífi, og höfum hugfast að hugmyndir eru til alls fyrstar eins og svo mörg dæmi sanna. Vonast til að sjá sem flesta í Ólafsfirði í dag.

 

1 lífið eftir göng

Svona að lokum þá get ég ekki sleppt því að nefna að á Siglufirði er heiðurskonan Elín Jónsdóttir 100 ára varð það í gær og heldur uppá afmælið í dag. Bæjarstjórn ákvað að gefa henni 40 manna tertu og 15 þús, krónur inná bók en hún hefur helgað líf sitt hjálparstarfi ABC og vildi engin blóm. Elín er mér í fersku minni þar sem hún bjó ásamt Óskari manni sínum á Suðurgötunni, en þau ræktuðu rófur og voru með hænsni. Verst þykir mér að geta ekki verið á staðnum en svona er nú lífið það er ekki hægt að vera allstaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gáfuð þið heilar 15 þús ? Ætlið þið að greiða þetta í tvennu lagi eða ?

ggs (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:30

2 identicon

Sæll Gauti, já það er andvirði blóma sem hún afþakkaði, og óskaði eftir þess að fá þetta í staðin þeas gefa þá peninga til ABC barnastarfsins . Það ættu fleiri að taka svona góðhjarta fólk sér til fyrirmyndar. Það hefur ekki verið venja að gefa peninga í stórafmæli og þegar þessi sami einstaklingur varð níræð þá fékk hún tertu...

Hermann Einarsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband