Leita í fréttum mbl.is

Trúnaðarbrestur

Það er alltaf leiðinlegt þegar svona aðstæður koma upp, ég hef alltaf furðað mig á því hversvegna ekki sé búið að sameina Bolungarvík og ísafjörð það er jú ekki langt á milli staðana. Ég veit þess dæmi að fólk fer frá Ísafirði til Bolungarvíkur til að æfa íþróttir í íþróttahúsinu, og svo er betri sundlaug í víkinni.

Það er alveg ótrúlegur hrepparígur á milli þessara staða og nýjasta dæmið er yfirlýsing bæjarstjóra Bolungarvíkur með flutning Innheimtustofnun sveitarfélaga sem fer á Flateyri. Gætu menn ekki unnið saman að málunum, og náð þá þeim slagkrafti sem svæðið þarfnast svo sannarlega?

Ég kem vestur 30.apríl og keppi í Öldungablakinu og verður þá spilað á fjórum stöðum, hlakka mikið til að skoða staðina og bera saman meðal annars Bolungarvík og Flateyri verð að segja Það.

Skora á íbúa þessara staða að skoða þetta með sameiningu það tel ég vera íbúum svæðisins til hagsældar og framfara, hætta svona hrepparíg þetta er liðin tíð.


mbl.is Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mundi nú ekki segja að sameining væri ómöguleg vegna hrepparígs. Held að stolt Bolvíkinga hafi meira um það að segja. Víkarar vilja ekki verða bara hluti af Ísafjarðarbæ, við erum of merkileg til þess ;-)

 Auk þess hafa sameiningar ekki farið sérlega vel með nágrannabæi okkar, og við viljum ekki fara sömu leið.

Anon (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband