Leita í fréttum mbl.is

Á skíðum skemmti ég mér trallala

Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið sá allra besti í Skarðinu þessa pákanna. Ég og yngir geimsteinninn vorum mætt á svæðið hálfellefu og voru ekki margir mættir en fljótlega uppúr ellefu fór að fjölga svo um munaði á svæðinu.

Veðrið var alveg magnað sól og bongó blíða enda náði maður að skíða margar ferðir án þess að bíða í röð, ég veitti því athygli að heimamenn vor þeir óþolinmóðustu í röðunum enda það eitthvað sem við þekkjum ekki, þeir sem koma úr fjölmennara samfélagi þekkja þetta mun betur og eru ekkert að kippa sér upp við það þó bíða þurfi í fimm mínútur í röð.

Ég hafi ætlað mér að sjá báða leikina sem voru á dagskrá i ensku deildinni en vegna blíðu og góðs færis í fjallinu þá tímdi maður ekki að fara, fór svo síðustu ferðina sem byrjað í neðstu lyftu og alla leið á toppinn(Bungu) og skíðaði þetta niður í einum áfanga og viti menn ég hreinlega víbraði þegar niður var komið kallinn alveg búin á því enda ekki nein smá leið(ekki lélegt form) alveg magnað verð að segja það. Síðan var farið og horft á leikinn og mínir menn unnu það var alveg til að toppa daginn.

Sat við hlið ungs manns sem er mikill Arsenla maður(greyið) og þvílík gleði sem braust fram þegar þeir náðu að skora gaman að fylgjast með því, en mínir menn eru ósigraðir á heimavelli í síðustu sjötíu og sjö leikjum og það var engin breyting á bættu bara í og unnu verðskuldað tvö- eitt, já það á alltaf að spyrja að leikslokum enginn leikur er búinn fyrr en dómarinn hefur flautað til leiksloka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband