Leita í fréttum mbl.is

Hinn íslenzki Þursaflokkur og Sr. Bjarni Þorsteinsson

Tekið af vef  tónlist.is "Hljómplatan Hinn íslenzki Þursaflokkur kom upprunanlega út þann 2. október 1978. Lögin sem hér eru saman komin eru flest úr bók síra Bjarna Þorsteinssonar íslenzk þjóðlög, sem út kom fyrst á árinu 1906-1909, en aftur síðar á því blessaða þjóðhátíðarári 1974. Laglínur eru að mestu óbreyttar frá bók Bjarna en þar sem henni sleppir - og raunar ætíð þegar svo ber undir - leyfa Þursarnir sér að bregða á leik."

Ég átti ekki möguleika á að komast á tónleika þeirra Þursa í gær og græt enn. Það sem mér finnst mjög áhugavert er að í blogg færslu minni hér á undan er minnst á Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar og er ég viss að það eru ekki margir aðdáendur Þursanna sem vita af þessu merka safni. Ég vildi sjá þá félaga koma á næstu Þjóðlagahátíð á Sigló og halda tónleika það væri toppurinn á Þjóðlagahátíð allavega að mínu mati.

Tekið af plötuumslagi NÚTÍMINN en þar segir meðal annars.

"Þótt ekki virðist vera til mörg virkilega gömul íslensk þjóðlög, þá er til nokkur fjársjóður í íslenskum lögum frá fyrri tíð. Séra Bjarni Þorsteinsson, klerkur á Siglufirði á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu safnaði saman miklum fjársjóði í bók sem heitir Íslensk þjóðlög og kom fyrst út 1909, en var endurútgefin á þjóðhátíðarárinu 1974. bók þessi var biblía Þursanna á fyrstu tveimur plötum þeirra."

Það er okkur öllum ljóst sem áhuga hafa á þjóðlögum að Séra Bjarni vann afrek og með byggingu Þjóðlagaseturs þá er verið að varðveita þennan fjarsjóð og miklu meira því safnið býður meðal annars uppá sögu rímnakveðskapar svo eitthvað sé nefnt.

Það er nefnilega svo að mjög margir hafa áhuga á íslenskum þjóðlögum og öllu sem því viðkemur og langar mig að nefna sérstaklega Gunnstein Ólafsson snilling sem farið hefur fremst í flokki á þessari uppbyggingu.

Ég skora á alla þá sem áhuga hafa á tónlist Þursanna að kynna sér safnið og það sem það hefur uppá að bjóða.

http://www.siglo.is/setur

droppedImage setur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband