Leita í fréttum mbl.is

Fundur og síðan takka óður fjandi

það var bæjarráðsfundur nr. 80 í dag hjá Fjallabyggð það voru mörg skemmtileg mál á dagskrá að vanda en það var líka mjög erfitt mál. Það sem hefur komið mér einna mest á óvart í þeirri vinnu að vera í sveitarstjórnarmálum er hversu fjölbreitt landslagið er oft á tíðum. Þetta er sko skóli lífsins það er alveg ljóst.

Það upplýsist á morgun stór ákvörðunartaka sem tekin var í dag varðandi skíðasvæðið í Fjallabyggð. Vonandi verða sem flestir sáttir við þá ákvarðanatöku okkar.

Eftir fundinn sem stóð ekki nema í rúma þrjá tíma þá fór ég að aðstoða fullorðan frænku mína sem býr hérna í bænum, en hún var að fá sér Stöð2 og þar af leiðandi afruglara og það er sko ekki lítið mál skal ég segja ykkur.

Allavega frænka vildi helst hafa eina fjarstýringu fyrir allt "draslið" eins og hún orðaði það nú hófst þá samþætting á fjarstýringum og gekk það vel, en nú tók við námskeið og eftir svolítinn tíma þá kom þetta nú allt saman. Ja það var nú miklu einfaldara hérna í gamla daga með þessi tæki öll hvort heldur var útvarpið eða sjónvarpið að sögn frænku.

Það kom uppí hugann saga sem ég heyrði af ungri stúlku sem horfði á móður sína setja vínyl plötu á fóninn og sú stutta átti ekki til orð og svo þegar mamman snéri plötunni við þá var henni allri lokið, þetta segir okkur kannski hvernig tæknin breytist ört og þessi unga kynslóð sem er alin upp við tölvur og tómstundartæki á auðvelt með takkana, en hin sem eldir eru og ólust upp við eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð lifa á ólíkum tímum.

En svona rétt í lokin þá er hugur minn hjá starfsmönnum okkar sem fóru í austurbæinn (Ólafsfjörð) til að vinna en þau fóru frá Sigló seinnipart í gær vegna veður en þetta eru tæpir 500 km fram og til baka, án efa lengsta leið landsins á milli bæjarhluta, og jafnvel þó víðar væri leitað. Veðrið er nú ekkert sérstakt þessa daganna svona alvöru norðan átt vonandi gengur þeim vel á leiðinni heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband