Leita í fréttum mbl.is

Spaugstofan fyndin eða ekki fyndin

Aristóteles hafði þessi orð um fyndni..........

Aristóteles segir að eldri höfundum skopleikja hafi þótt „skammarlegar ærumeiðingar fyndnar, en yngri höfundar töluðu undir rós. Það er mikill munur á velsæmi þessa tvenns.“ (SN4.8, 1128a23-25. Þýð. SHS) Aristóteles nefnir skammarlegar ærumeiðingar sem dæmi um það sem er ekki fyndið og ætti ekki að hlæja að. Það er eitt að hlæja að fólki og annað að hlæja að einhverju ópersónulegu til dæmis hugmynd eða kenningu. Slíkt er ekki eins særandi. Að sjálfsögðu ætti samt að gæta hófs því það væri ekki við hæfi að veltast um af hlátri þótt hlegið sé að hugmynd frekar en manneskju. Aristóteles segir að trúðurinn sé hins vegar „þræll eigin fyndni og hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum sjái hann færi á brandara, og segir hluti sem enginn kurteis maður segði nokkru sinni né hlustaði á ef sagt væri við hann.“ (SN4.8, 1128a33-1128b1. Þýð. SHS) Trúðurinn kann ekki að rata meðalhófið í fyndninni og er auk þess svo smekklaus að hann gerir grín að öðru fólki ef hann sér færi á því.

Hvað ætli spaugstofu frænda þyki um þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 94420

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband