Leita í fréttum mbl.is

0 stilling andleg og fjárhagsleg

Tekið af vísir.is "Fiskverkafólki í ellefu landvinnslum hefur verið sagt upp á aðeins fimm mánaða tímabili. Auk þess hefur verið tilkynnt um langar lokanir í sumar og starfsfólk óttast að vinnsla hefjist ekki á haustmánuðum. Óvissan er óbærileg innan fjölda fiskvinnslufyrirtækja um allt land þar sem útlit er fyrir að fjöldi fyrirtækja þurfi að grípa til uppsagna á komandi mánuðum.

Á föstudag bárust fregnir af uppsögnum tólf starfsmanna í fiskvinnslunni Pétursey í Vestmannaeyjum. Þar hafa tapast 36 störf á sjó og í landi síðan í byrjun september, að sögn Guðjóns Rögnvaldssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins."

Ef ég man rétt þá hélt sjávlandbúnaðarar maðurinn því fram að aðgerða vegna niðurskurðar þorskskvóta færi ekki að gæta fyrr en í vor í fyrsta lagi og það gæti nú margt gerst þangað til. Ég spyr mig hvað ætli sjávlandbúnaðar maðurinn hafi haft upplýsingar um þetta er það frá ráðgjöfum innan LÍÚ eða hvaðan kom þetta.

Sjávarbyggðir eru sem rjúkandi rúst og sjá það allir sem vilja sjá, er það kannski svo að þessir fámennu staðir skipta bara svo litlu máli og þeir vega svo lítið í hinum nýja íslenska fjár og hlutabréfa heimi?

Í einfaldri mynd af Íslandi þá eru hlutirnir svona, fjöldinn er farinn suður þar sem að fasteignaverðið er svo hátt að fólk skuldsetur sig í fjötra "algleymis" síðan eru það þeir sem aldrei fóru suður unnu í sjávarútveginum fengu sinn bónus en voru svo "sendir heim" þegar lítið fiskaðist en var svo tekið "opnum örmum" aftur þegar eitthvað barst að landi, og fasteignir þeirra eru verðlitlar.

Nú eru mörg þessara sjávarplássa orðin vinsælir ferðamannastaðir þar sem hefur verið komið upp söfnum eða setrum af einhverju tagi og oft á tíðum er stór hluti fasteigna orðin að sumarhúsum þeirra sem vinna í fjár og hlutabréfa geiranum og koma einstaka sinnum til að 0stilla sig.

Já það eru allir 0stilltir í sjávarbyggðum landsins hvort heldur er andlega eða ef fram sem horfir fjárhagslega.

Er þetta sú þróun sem við viljum? EKKI ÉG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 94399

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband