Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir þetta lærdómsríka ár

Ég vil þakka öllum þeim sem lesið hafa þessi skrif mín á blogginu, ég læt fylgja með pistil sem ég skrifaði í jólablað okkar B lista fólks í Fjallabyggð sem kom út um miðjan mánuðinn.

Kæri lesandi.

Ég vil byrja á því að óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Eins og okkur er öllum kunnugt um þá hefur gengið á með súld og sól í sveitarfélaginu okkar, en ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma heldur vil ég horfa fram á veginn og sjá og nýta þau tækifæri sem eru í kringum okkur.

Nú í ársbyrjun 2008 verður auglýst staða framkvæmdastjóra við framhaldsskólann sem á að byggja í Ólafsfirði og er ráðgert að hann taki til starfa haustið 2009, þarna er að fara stað stóriðja okkar sem búum við utanverðan Eyjafjörð við skulum nýta þetta tækifæri okkar mjög vel, það er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning og er það að skila okkur árangri.

 

Eftir íbúafundina í sveitarfélaginu þá er ánægjulegt að segja frá því að nokkrir einstaklingar sendu inn umsóknir í hina ýmsu sjóði og hafa fengið úthlutað fjármunum til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en þær eru misjafnar og misstórar.

 

Ég geri ráð fyrir að innan skamms tíma fari að örla á breytingum í samfélaginu sem tengjast þessum styrkveitingum. Það er mér sönn ánægja að segja frá einni hugmynd sem var svo stór og að mati einhverja framúrstefnuleg, en hún fékk einmitt Brautargengi.hjá nýsköpunarmiðstöð Íslands og útskrifaðist með viðskiptaáætlun fyrir þessa hugmynd í des 2007

Hugmyndin er að opna SPA þ.e.a.s. heilsulind einnig verður  verslun sem  snyrti og heilsu vörum sem tengjast þessari þjónustu. Þá verður í sama húsi kaffihús með aðstöðu fyrir listsýningar.

 

Já lesandi góður það þarf kannski “framúrstefnulegan” frumkvöðul til að fá slíka hugmynd og þá ekki síður að framkvæma. Eins og staðan er í dag þá er þessi aðili búin að festa sér húsnæði á besta stað og komin með fagfólk til skrafs og ráðagerðar.

 

Þetta er gott dæmi um frumkvöðul sem með þor, elju og trú á samfélagið sitt framkvæmdi slíkt svo þetta er hægt, vona ég að fleiri taki þennan aðila sér til fyrirmyndar.

 

Lesandi góður ég óska þess að þú hafir sömu trú og frumkvöðulinn og sveitarstjórnarmaðurinn á samfélagið þitt, það erum við öll sem byggjum þetta samfélag og það á að vera okkur til sóma, setjum bjartsýnina í forgang og höfum trú á okkur sjálfum og samfélaginu okkar.

 

Við skulum ekki vera að öfundast útí hvert annað heldur snúa bökum saman  með því að byggja upp traust og heilbrigt samfélag.

 

Kæri lesandi spyrjum okkur hvað getum við gert til að gera samfélagið okkar betra öllum íbúum þess til hagsældar og virðingar?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hermann Einarsson
Hermann Einarsson

Áhugamaður um allt milli himins og helvítis

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 94422

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband